KV hafði betur í kvöld gegn Haukum á Meistaravöllum í fyrstu deild karla, 99-94.
Ósigurinn var sá fyrsti hjá Haukum á tímabilinu, en þeir eru sem áður í efsta sæti deildarinnar með sjö sigra á meðan KV er í 7.-8. sætinu með þrjá sigurleiki.
Karfan spjallaði við Lars Erik Bragason leikmann KV eftir leik á Meistaravöllum, en hann fór fyrir sínum mönnum í kvöld með 32 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum.



