spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaTindastóll með þægilegan sigur á Ármanni

Tindastóll með þægilegan sigur á Ármanni

Tindastóll tók í kvöld á móti liði Ármans í Bónusdeild kvenna. Fyrir leikinn var Tindastóll í 8. sæti á meðan lið Ármans var í því 9. og ljóst að bæði lið þurftu sigur til að spyrna sér frá botninum

Það var gesta liðið sem settu fyrstu 2 stigin í leiknum en heimstúlkur svöruðu með 12-0 kafla áður en fyrsta leikhlé kvöldsins var tekið og eftir að gestirnir stilltu saman strengi þá varð fyrsti leikhlutinn jafnari og endaði 24-18.

Annar leikhluti hófst á 3 stiga körfum frá báðum liðum, Brynja Líf og Nabaweeyah með stórar körfur en líkt og í fyrsta leikhluta þá tók Tindastóll völdin á ný eftir fyrstu körfurnar.
Gestirnir settu tvær körfur af gólfinu í þessum leikhluta en nýttu vítaskotin ágætlega. 19 stiga munur í hálfleik 50-31.

Seinni hálfleikur var mun jafnari en forskotið sem heimastúlkur náði í upphafi leiks var aldrei í hættu og heimaliðið sigldi þæginlegun sigri í höfn.

Tölfræði leiksins

Atkvæðamestar heimakvenna voru Marta með 25 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar og Maddie með 20 stig, 17 fráköst og tvær stoðsendingar.

Hjá gestunum var það Jónína með 18 stig, 8 fráköst og þrjár stoðsendingar

Myndasafn ( Væntanlegt )

Fréttir
- Auglýsing -