spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaOrðið á götunni: Er Keyshawn Woods á leiðinni í Hlíðarnar?

Orðið á götunni: Er Keyshawn Woods á leiðinni í Hlíðarnar?

Hér fyrir neðan eru eitt af þeim atriðum sem Körfunni hefur borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

Heyrst hefur að bikarmeistarar Vals muni mögulega semja við hinn bandaríska Keyshawn Woods fyrir yfirstandandi tímabil.

Keyshawn var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslandsmeistaraliðs Tindastóls 2023, þar sem hann var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að félagið lyfti sínum fyrsta Íslandsmeistaratitil. Í 35 leikjum með Tindastóli á tímabilinu skilaði hann 19 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Síðan þá hefur hann leikið fyrir félag í Tyrklandi og þá kom hann einnig hluta úr tímabili aftur til Tindastóls árið 2024, en þá skilaði hann 12 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik í Bónus deildinni.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -