spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSemja við einn efnilegasta leikmann landsins

Semja við einn efnilegasta leikmann landsins

Stjarnan hefur samið við Berglindi Kötlu Hlynsdóttur.

Berglind Katla er 15 ára bakvörður sem að upplagi er úr Stjörnunni, en er fyrst núna að semja við félagið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún heldur betur látið að sér kveða í Bónus deildinni það sem af er tímabili, en í 9 leikjum með liðinu hefur hún skilað 12 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur hún leikið fyrir yngri landslið Íslands á síðustu árum og var lykilmaður í 16 ára liði Íslands síðasta sumar þrátt fyrir að vera á yngra árinu í því og var hún valin í úrvalslið Evrópumótsins er fram fór í Istanbúl í Tyrklandi.

Fréttir
- Auglýsing -