spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSkotklukkan: Styrmir Snær Þrastarson

Skotklukkan: Styrmir Snær Þrastarson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni íslenska landsliðsins og Zamora á Spáni Styrmi Snæ Þrastarsyni. Styrmir Snær er að upplagi úr Þorlákshöfn, en þar var hann lykilmaður í fyrsta Íslandsmeistaraliði þeirra 19 ára gamall árið 2021. Síðan þá hefur hann leikið víða, með Davidson í bandaríska háskólaboltanum, Mons í Belgíu og síðast Zamora á Spáni. Þá hefur hann leikið 30 leiki fyrir Íslands hönd síðan árið 2021.

1. Nafn? Styrmir Snær Þrastarson

2. Aldur? 24 ára

3. Hjúskaparstaða? Á lausu

4. Uppeldisfélag? Þór Þorlákshöfn

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að verða Íslandsmeistari 2021 og Eurobasket 25.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Missti eina linsuna úr mér í leik í fyrra, þurfti að spila restina af leiknum með hægra augað lokað, sú upplifun var öll frekar vandræðaleg.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Davíð Orri Valgeirsson og Maren Sif.

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Örugglega Martin, Tryggvi og Elvar. 

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Snickers í hálfleik og vínber fyrir leik.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Álftagerðisbræður, Haukur Morthens og Villi Vill.

11. Uppáhalds drykkur? Koffínlaus Collab

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Balli Ragg, Lalli Jóns eða Garðar Geirfinnsson.

13. Ef þú mættir fá leikmann í þitt lið, hver væri það? Ægir Þór og Hilmar Hennings, fæ þá í pakkadíl.

14. Í hvað skóm spilar þú? Sabrinas 2

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Þorláks-Heaven og Hólmavík.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Milwaukee Bucks

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James og Brandon Jennings.

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Jón Arnór 

19. Sturluð staðreynd um þig? Hef aldrei tapað í 3ja stiga keppni á móti Tómasi Val.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila og hraðarupphlaups æfingar.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun og labba yfir kerfi.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ég tæki Orra Gunn, Dúa Þór og Veigar Pál.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist með fótbolta.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Breiðablik

Fréttir
- Auglýsing -