Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Chenitz Niners í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 85-89.
Á tæpum 27 mínútum spiluðum skilaði Martin 20 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur í Berlínarliðinu í leiknum.
Martin og félagar hafa nú unnið fjóra leiki í röð og eru í 4. sæti deildarinnar með fimm sigra og tvö töp það sem af er.



