spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValskonur með sigur á Grindavík í háspennuleik

Valskonur með sigur á Grindavík í háspennuleik

Það var sannkallaður stórleikur sem boðið var upp á í 8. umferð Bónusdeildar kvenna, þegar Valskonur tóku á móti toppliði Grindavíkur. Með sigri myndi Valur jafna Grindavík. Bæði lið unnu sannfærandi sigra í síðustu umferð og því mátti búast við hörkuleik. Það varð líka raunin, allir leikhlutarnir mjög jafnir, nema kannski 4. leikhluti þegar Grindavík skorar bara 8 stig. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru heimakonur sterkari og unnu 87-80.

Það var ljóst frá upphafi að bæði lið ætluðu sér sigur og byrja sterkt,, góð vörn hjá báðum liðum og það var engin auðveld karfa gefin, sérstaklega Valsmegin. Grindavík hafði ekki skorað körfu í opnum leik þegar tæpar leikhlutinn var tæplega hálfnaður, bara úr 4 vítum. Þá var Lalla nóg boðið og tók leikhlé. Það dugði til að kveikja á gestunum og þær náðu yfirhöndinni og komust yfir og leiddu 21-23.

Gestirnir héldu síðan áfram að hafa undirtökin, þriggja stiga skotin foru að rata ofan í og þær náðu smá forskoti. Valskonur bitu síðan frá sér og náðu að snúa vörn í sókn að miklu harðfygli og jöfnuðu leikinn þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir, fór Þóranna oft ílla með gestina bæði í vörn og sókn. En restin af leikhlutanum skiptust liðin á að skora og fór svo að Grindavík skoraði síðustu körfuna og fóru því með þriggja stiga forskot í hálfleikinn 39-42.

Þriðji leikhluti byrjaði með sama krafti og baráttu og hinir tveir voru, liðin skiptust á að skora, Ísabella snéri sig um miðjan leikhluta og spurning hvort hún yrði meira með. Valur náði aðeins að nýta sér fjarveru Ísabellu en það varði ekki lengi og Grindavík náði góðum endakafla og leiddi fyrir síðasta leikhlutann 54-62.

Fjórði leikhluti var ekkert öðruvísi en hinir þrír, mikil barátta allsstaðar á vellinum.  En samt var engin leikmaður í teljandi villuvandræðum þegar leikhlutinn var hálfnaður.  Síðustu mínúturnar voru síðan æsispennandi, Valur alltaf að elta en aldrei langt undan.  Þegar ein mínúta var eftir jöfnuðu Valur. Eftir mikinn darraðadans þar sem bæði klikkuðu endaði leikurinn jafnt 70-70 og því þurfti að framlengja.

Valur byrjaði framlenguna betur, voru mjög ákveðnar í öllum sínum aðgerðum og settu niður fyrstu sex stigin.  Þegar ein og hálf mínúta var eftir setti Cerino niður rándýran þrist og munurinn var orðin sjö stig.  En Grindavík var ekkert að kasta inn handklæðinu, voru fljótar að minnka muninn í 5 stig. En munurinn var of mikill og Valskonur sigldu þessu heim 87-80.

Hjá Valskonum var Alyssa Cerino með góðan leik, setti 22 stig, Reshawna setti 27 stig, þá átti Sara Líf góðan leik, tók 14 frákost og var með endalausa barátta við sér miklu stærri mann, frammistaða sem skilar sér ekki alltaf á tölfræðiblaðið. Þóranna var einnig góð.  Hjá Grindavík var Ellen Nyström góð og setti 27 stig 11 fráköst, Farhya Abdi setti 17 stig, þá átti Abby Claire 12 stoðsendingar. Jenný Geirdal átti síðan góða innkomu.

Það er stutt í næsta leik, Valur heimsækir Stjörnuna 26. nóvember, en Grindavík fær nágranna sína Keflavík tveimur dögum seinna.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -