Njarðvík lagði Ármann í Laugardalshöll í kvöld í áttundu umferð Bónus deildar kvenna, 83-94.
Njarðvík eru því sem áður í efsta sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Ármann eru í 9. sætinu með tvö stig.
Heimakonur í Ármann voru betri aðilinn í upphafi leiks og leiða þær með fjórum stigum að fyrsta leikhluta loknum. Það forskot halda þær svo í til loka fyrri hálfleiksins, en Njarðvík er þó ekki langt undan þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 48-43.
Í þriðja leikhlutanum nær Njarðvík loks að jafna leikinn aftur, en ná ekki að byggja sér upp forystu. Leikar nánast jafnir inn í lokaleikhlutann, 70-69. Leikurinn er svo áfram stál í stál þangað til það er um 5 mínútur eftir. Þá nær Njarðvík góðu áhlaupi sem að lokum tryggir þeim nokkuð öruggan sigur í leik sem þær voru þó lengst af undir í, 83-94.
Stigahæstar fyrir Ármann í leiknum voru Dzana Crnac með 21 stig og Khiana Johnson með 20 stig.
Fyrir Njarðvík voru stigahæstar Brittany Dinkins og Paulina Hersler með 24 stig hvor.



