Í kvöld mættust lið ÍA og ÍR í AvAir höllinni á Akranesi. Það var nokkuð mikið í húfi í þessum leik þar sem Skagamenn gátu með sigri jafnað ÍR og Stjörnuna að stigum í 8. – 10. sæti. ÍRingar eigðu hins vegar tækifæri á því að jafna við liðin sem eru um miðbik deildarinnar. Skagmenn tefldu fram nýjum bandarískum leikmanni Dibaji Walker sem kom til liðsins eftir að Ármenningar létu hann frá sér nýverið. Það var mikil eftirvænting að sjá hvernig hann myndi passa inní ÍA liðið og næði að hjálpa því að komast á sigurbraut.
Það var mjög vel mætt í AvAir höllina, stuð og stemning á pöllunum í upphafi leiks. ÍRingar byrjuðu leikinn vel og skorðu tvær fyrst körfur leiksins, en Skagamenn komust svo í gang. Skagavörnin var aktív og hreyfanleg og kom ÍRingum oft í erfiða stöðu sóknarlega og var hitni gestana alveg afleit. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22 – 15 heimamönnum í vil. Annar leikhluti var á svipuðum nótum nema ákafur varnarleikur Skagamanna kom þeim í nokkur villu vandræði, sem dæmi var Dibaji Walker kominn með 4 villur í fyrri hálfleik. ÍRingar nýttu sér þetta og náðu að klóra inn stig á vítalínunni en Skagamenn héldu sínu flæði í sókninni og voru yfir í hálfleik 49 – 30.
Í seinni hálfleik reyndu ÍRingar að setja á pressu á Skagamenn sem voru klókir, hægðu leikinn og tóku langar sóknir. Skagamenn unnu þriðja leikhlutan 22 – 16 og voru með góð tök á leiknum. Í fjórða leikhlutanum hljóp hinsvegar smá fjör í leikinn þegar Jacob Falko hitti fjóra þrista í röð og gaf ÍRingum smá von. Skagamenn leyfðu öllum sínum leikmönnum að spila í lok leiks og gengu ÍRingar á lagið og söxuðu vel á forskotið. Þetta áhlaup kom of seint og lönduðu Skagamenn góðum 96 – 89 heimasigri í nýju AvAir höllinni.
Hjá heimamönnum var Josip Barnjak með 23 stig / 8 fráköst, Gojko Zudzum var með 17 stig / 14 fráköst. Styrmir Jónasson var með 19 stig, hitti úr 5 af 8 í þristum sínum. Hjá gestunum var Jacob Falko með 44 stig, 39 í framlag. Tsotne Tsartsidze var með 17 stig, 6 af 6 í tveggja stiga. Hákon Örn Hjálmarsson var með 10 stig.
Athyglisvert að segja frá því að:
– ÍRingar voru einungis með 10 leikmenn á leikskýrslu
– Fimm leikmenn ÍA skoruðu 10 stig eða meira í leiknum
– Jacob Falco skoraði nærri helming stiga ÍR, 44 stig af 89
– Allir leikmenn ÍA komu við sögu í leiknum
– Tsotne Tsartsidze og Jacob Falco spiluðu báðir allar 40 leik mínúturnar
– Einn stóll í stúkunni varð fyrir barðinu á stuðningsmönnum ÍR
– Engar ruslatunnur urðu fyrir skemmdum í þessum leik










Umfjöllun / Jón Þór
Myndir / Jónas H.



