spot_img

Lykill: Egor Koulechov

Lykilleikmaður áttundu umferðar Bónus deildar karla var leikmaður Keflavíkur Egor Koulechov.

Í nokkuð öruggum sigri Keflavíkur gegn Álftanesi heima í Blue höllinni var Egor besti leikmaður vallarins. Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði hann 21 stigi, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum, með 5 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna, enga tapaða bolta, þrjár fiskaðar villur og 31 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn Bónus deild karla

  1. umferð – Jordan Semple / Grindavík
  2. umferð – Khalil Shabazz / Grindavík
  3. umferð – Brandon Averette / Njarðvík
  4. umferð – Kári Jónsson / Valur
  5. umferð – Haukur Helgi Briem Pálsson / Álftanes
  6. umferð – Sigurður Pétursson / Álftanes
  7. umferð – Taiwo Badmus / Tindastóll
  8. umferð – Egor Koulechov / Keflavík
Fréttir
- Auglýsing -