spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar með sigur inn í landleikjahléið

Keflvíkingar með sigur inn í landleikjahléið

Keflavík lagði Álftanes í kvöld í síðasta leik áttundu umferðar Bónus deildar karla, 101-90.

Eftir leikinn er Keflavík í 2.-3. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Tindastóll á meðan Álftanes eru í 5.-7. sætinu með 8 stig líkt og KR og Njarðvík.

Segja má að Keflavík hafi leitt í leik kvöldsins frá upphafi til enda. Eftir fyrsta leikhluta var forysta þeirra átta stig og tíu stig í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks bæta þeir hægt en örugglega við forskot sitt og eru 18 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Álftnesingar gera ágætlega í þeim fjórða að láta heimamenn hafa fyrir sigrinum. Komast mest 9 stigum frá þeim um miðbygg fjórðungsins áður en Keflvíkingar setja fótinn aftur á bensínið og halda muninum í kringum 10 stig út leikinn sem endar 101-90.

Stigahæstur fyrir Keflavík í leiknum var Egor Koulechov með 21 stig. Næstir honum voru Mirza Bulic og Craig Moller með 16 stig hvor.

Fyrir Álftanes var Ade Murkey stigahæstur með 31 stig og David Okeke bætti við 15 stigum.

Tölfræði leiks

Keflavík: Egor Koulechov 21/7 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Mirza Bulic 16/7 fráköst, Craig Edward Moller 16/8 fráköst, Hilmar Pétursson 14/6 stoðsendingar, Jaka Brodnik 13/4 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 12, Darryl Latrell Morsell 9/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eyþór Lár Bárðarson 0, Frosti Sigurðsson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Nikola Orelj 0.


Álftanes: Ade Taqqiyy Henry Murkey 31/5 fráköst, David Okeke 15/6 fráköst, Dúi Þór Jónsson 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmir Arnarson 11/4 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 11/10 fráköst, Shawn Dominique Hopkins 5, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 3/8 fráköst, Arnór Steinn Leifsson 0, Duncan Tindur Guðnason 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Almar Orn Bjornsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -