Elvar Már Friðriksson og Anwil Wloclawek frá Póllandi lögðu Trepca frá Kósovó í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar FIBA Europe Cup, 96-78.
Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum og 3 stoðsendingum.
Evrópukeppninni er lokið hjá Elvari og félögum hans frá Póllandi, en þeir enduðu í 3. sæti riðils síns með 9 stig, 2 stigum fyrir neðan öruggt sæti í næstu umferð.



