Fyrir leik kvöldsins milli Íslands og Serbíu í undankeppni EuroBasket 2027 var hóf í veislusal Hauka fyrir fyrrum landsliðskonur.
Þær voru svo mættar á leikinn sjálfan sem heiðursgestir, en samkvæmt grófri talningu Körfunnar voru þar mættar á milli 60 og 70 fyrrum leikmenn íslenska kvennalandsliðsins.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband sem KKÍ gerði við tilefnið



