Næst er Skotklukkan komin að leikmanni KR í Bónus deild kvenna og íslenska landsliðsins Kristrúnu Ríkeyju Ólafsdóttur.
Kristrún Ríkey er 21 árs gamall framherji sem er að upplagi úr Þór Akureyri, þó hún hafi einnig leikið fyrir yngri flokka Hauka. Ásamt þeim hefur hún einnig leikið fyrir Hamar/Þór í efstu deild og nú síðast skipti hún yfir í Vesturbæinn til nýliða KR fyrir yfirstandandi leiktíð. Óhætt er að segja að hún hafi átt sterka innkomu með spútnikliði Bónus deildarinnar, en í þeim 7 leikjum sem af eru tímabili er hún að skila 7 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Fyrr á árinu var hún valin í fyrsta skipti í íslenska A landsliðið og hefur leikið tvo leiki fyrir liðið.
- Nafn? Kristrún Ríkey Ólafsdóttir
- Aldur? 21 árs
- Hjúskaparstaða? Lausu
- Uppeldisfélag? Þór Akureyri
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna 1. deildina með Hamar/Þór.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Láta halda á mér í bóndabeygju útaf vellinum.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Rebekka Rut og Arnheiður Ísleif.
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Molly Kaiser
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei en gameday göngutúr klikkar seint.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Friðrik Dór
- Uppáhalds drykkur? Vatn með klökum
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Helgi Rúnar Bragason
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Eva Wium Elíasdóttir
- Í hvað skóm spilar þú? G.T. Cut Academy
- Uppáhalds staður á Íslandi? Smábátahöfnin á Akureyri
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist ekki með NBA
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma og Pabbi
- Sturluð staðreynd um þig? Ég drekk ekki orkudrykki.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 1 á 1
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Þær myndu allar taka eina á hestbak þannig að við gætum tvöfaldað fjöldann og þá tæki ég: Tinnu úr Haukum, Evu úr Stjörnunni, Kristu úr Njarðvík og Bergdísi, Matildu og Emmu Sóldísi úr Hamar/Þór.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist örlítið með fótboltanum.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei.



