Síðastliðinn miðvikudag áttust við KR og Grindavík á Meistaravöllum í toppslag Bónus deildar kvenna. Deildin er nú komin í landsleikjahlé, en næst er þar leikið 22. og 23. nóvember.
Heiðursgestir leiksins voru meistaralið KR frá árinu 2010, en í ár eru 15 ár síðan að liðið hampaði titlinum. Líkt og tekið er fram í fréttatilkynningu félagsins vannst sá titill í oddaleik fyrir framan 1200 áhorfendur í þessu sama húsi.
Um var að ræða 14. Íslandsmeistaratitil félagsins, en þær höfðu farið gífurlega örugglega í gegnum deildarkeppnina með 18 sigra og tvö töp. Þá fengu margir leikmenn þeirra og þjálfari verðlaun á lokahófi KKÍ. Benedikt Guðmundsson var þjálfari ársins, Hildur, Margrét Kara og Signý voru í liði ársins, Signý var valin besti leikmaður deildarinnar, Guðrún Gróa besti varnarmaður deildarinnar og Unnur Tara besti leikmaður úrslitakeppninnar.
Fyrir leikinn heiðraði félagið liðið og tók mynd sem má sjá hér fyrir ofan, en í liðinu voru:

Brynhildur Jónsdóttir
Dóra Björk Þrándardóttir
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir
Heiðrún Hödd Jónsdóttir
Heiðrún Kristmundsdóttir
Helga Einarsdóttir
Hildur Sigurðardóttir
Jenny Pfeiffer-Finora
Jóhanna Björk Sveinsdóttir
Margrét Kara Sturludóttir
Rakel Margrét Viggósdóttir
Signý Hermannsdóttir
Unnur Tara Jónsdóttir
Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir
Sjúkraþjálfari var Jófríður Halldórsdóttir
Þjálfari liðsins var Benedikt Guðmundsson.



