spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLoks náði Þór í sigur

Loks náði Þór í sigur

Þór vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið lagði ÍR í Þorlákshöfn í kvöld í sjöttu umferð Bónus deildar karla, 100-98.

Þórsarar því komnir með einn sigur eftir fyrstu sex umferðirnar á meðan ÍR hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur.

Líkt og tölurnar benda til var leikurinn gífurlega spennandi á lokamínútunum, en hann var það nánast allan tímann þrátt fyrir að lengst af hafi það verið Þór sem var skrefinu á undan.

Undir lokin gerði ÍR góða tilraun til þess að vinna leikinn, en fyrir þeim fór Jacob Falko sem setti 8 stig á síðustu mínútunni. Heimamenn gerðu þó vel og settu víti sín, Jacoby Ross og síðast Rafail Lanaras til þess að sigla þessum fyrsta sigri Þórs í höfn, 100-98.

Stigahæstir fyrir heimamenn í kvöld voru Jacoby Ross með 38 stig og Rafail Lanars með 29 stig.

Fyrir ÍR var stigahæstur Jacob Falko með 26 stig og honum næstur Dimitrios Klonaras með 14 stig.

Tölfræði leiks

Þór Þ.: Jacoby Ross 38/6 fráköst/6 stoðsendingar, Rafail Lanaras 29, Lazar Lugic 15/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 6/5 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Tristan Alexander Szmiedowicz 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Böðvar Torfason 0, Arnór Daði Sigurbergsson 0, Matthías Geir Gunnarsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.


ÍR: Jacob Falko 26/5 fráköst/10 stoðsendingar, Dimitrios Klonaras 14/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 14, Zarko Jukic 12/6 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 10, Tsotne Tsartsidze 9, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Aron Orri Hilmarsson 5, Kristján Fannar Ingólfsson 0, Frank Gerritsen 0, Hannes Gunnlaugsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -