Það var skemmtileg stemning og mikið um dýrðir á Akranesi í dag þegar ÍA lék þá sinn fyrsta leik í AvAir höllinni, nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka á Akranesi. Skagamenn hafa þurft að bíða í þó nokkra stund eftir að geta hafið leik í AvAir höllinni en stóra stundin var í kvöld þegar fyrrum Íslandsmeistar og ríkjandi bikarmeistar Vals komu í heimsókn.
Stemningin var þannig að FanZone var opnað vel fyrir leik þar sem stuðningsfólk hittist og fékk sér m.a. vængi og með þeim áður en haldið var inn í nýju keppnishöllina.
Liðin höfðu bæði spilað fimm leiki í deildinni fyrir leik kvöldsins og sátu jöfn að stigum í 8. og 9. sæti með tvo sigra og þrjú töp. Það má segja að bæði lið hafi einnig mætt aðeins beygð í leikinn þar sem bæði lið töpuðu frekar illa í síðustu umferð og heimamenn léku að auki án bandaríksa leikmannsins Darnell Cowart sem leikið hefur sinn síðasta leik fyrir ÍA.
Mætingin á pallana var svo sannarlega góð og stemningin á þessum fyrsta heimaleik í AvAir höllinni gríðarlega góð og ljóst að heimamenn ætla að taka þá góðu stemningu sem hefur einkennt Vesturgötuna með sér á Jaðarsbakkana.
Spennustig heimamanna var hátt enda mikið undir og reynsla Valsmanna frá stórleikjum undanfarin ár og breidd þeirra gaf þeim mikið í fyrsta leikhluta en barátta heimamanna hélt þeim inn í leiknum en gestirnir leiddu að loknum fyrsta leikhluta 22-24.
Í öðrum leikhluta náðu Valsarar að opna vörn heimamanna frekar auðveldlega á meðan sóknarleikur heimamanna gékk nánast ekki neitt. Valsmenn leiddu því frekar þægilega með ellefu stigum í hálfleik 38-49.
Seinni hálfleikur byrjaði á tveimur þristum frá ÍA en Valsarar náðu svo leiknum aftur til sín um leið og mistökum heimamanna fjölgaði og náðu muninum aftur upp í ellefu stig. Aftur fóru þristar heimamanna þá að detta ofaní og munurinn var kominn niður í fimm stig þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum og Valsmenn tóku leikhlé. Eftir leikhléið kom tapaður bolti hjá Val sem ÍA svaraði með þristi. Annar tapaður bolti í næstu sókn endaði með að ÍA fóru á línuna en nàðu aðeins öðru vítinu niður. Eftir það náðu Valsmenn að setja niður tvo þrista í röð en flautu-blak-karfa ÍA í lok leikhlutans setti leikinn í 60-64 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann þar sem Valur leiddi með fjórum.
Síðasti fjórðungurinn einkenndist af því að liðin skiptust á að skora til að byrja með en gestirnir voru þó heldur heitari og náðu enn og aftur ellefu stiga forustu um miðjan fjórðunginn þegar heimamenn tóku leikhlé. Leikhléið virkaði heldur betur og á um einni og hálfri mínútu kom 7-0 kafli hjá ÍA og munurinn kominn niður í fjögur stig og Valur tók strax leikhlé. Það sem eftir lifði leiks var mikið fambl á báðum liðum, spennustigið í húsinu hátt en flautumristur ÍA fyrir aftan miðju í lokin fór niður en því miður fyrir ÍA þá gall flautan áður en boltanum var sleppt og lokatölur í AvAir höllinni 81-83 fyrir Val.
Enn og aftur ber að hrósa stuðningsfólki ÍA fyrir bæði mætingu og stemningu. Það er ekki sjálfgefið að fylla húsið leik eftir leik og hvað þá að þau sem mæti styðji lið sitt eins og gert er á Akranesi þessa dagana í Bónus deildinni.
Hjá heimamönnum var Styrmir Jónasson stigahæstur með 17 stig og hitti úr 5 af 9 þristum sínum. Jafn honum í stigaskori var Gojko Zudzum með 17 stig en að auki var hann með 18 fráköst og 5 stoðsendingar – trölla tvenna þar. Ilija Dokovic kim svo með 15 stig og 4 stoðsendingar.
Hjá gestunum fór lang mest fyrir Kára Jónssyni en hann lauk leik með 27 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskori var Callum Reese Lawson með 16 stig og 3 fráköst. Kristófer Acox daðraði við þrennuna með trölla tvennu, 12 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar.
Nánari tölfræði úr leiknum má finna hér








Gaman að segja frá því að:
-ÍA skoraði fyrstu körfuna í AvAir höllinni
– moppan var aldrei kölluð til í leiknum
-hefði loka skot Styrmis talið hefði Hanni endað leikinn með 6 þrista í 10 skotum.
-Kári Jónsson tók 25 af 74 skotum Vals í leiknum
-Kristófer Acox var þremur stoðsendingum var þrefandri tvennu í leiknum
-þriggjastiga nýting ÍA (40%) var betri en tveggja stiga nýting þeirra (30%)
Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson



