Sjötti maðurinn kom saman fyrir sjöttu umferð Bónus deildar karla og ræddi málin.
Ásamt því að fara yfir málefni þeirra liða sem léku í síðustu umferð Bónus deildar karla var til umræðu VÍS bikarkeppnin, sterkir ungir leikmenn og nokkuð fleira. Eitt af því er var til umræðu var hvaða manneskjur eru þær bestu innan körfuboltasamfélagsins.
Undir lok þáttar minnast þáttastjórnendur á þá neikvæðu lista og gagnrýni sem fjölmargir fjölmiðlar hafa látið frá sér síðustu vikur. Vilja stjórnendur Sjötta mannsins svara því á einhvern hátt og setja því saman hóp fimm bestu aðila körfuboltafjölskyldunnar.
Hér fyrir neðan má sjá listann, en eftsur á honum er fyrrum leikmaðurinn, þjálfarinn og fjölmiðlamaðurinn Leifur Steinn Árnason. Honum næstur er einn stjórnenda Sjötta mannsins, aðstoðarþjálfari Selfoss Eyþór Orri Árnason.
Á eftir þeim eru svo Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA í þriðja sætinu, Egill Ástráðsson formaður KR í fjórða og formaður Vals og fjölmiðlamaðurinn Svali Björgvinsson í því fimmta.
Umræðuna er hægt að hlusta á hér, en hún fer af stað á síðustu mínútum þáttarins, laust eftir að þeir hafa eytt 50 mínútum í að ræða Bónus og fyrstu deildir karla.
Bestu manneskjur körfuboltafjölskyldunnar
1. Leifur Steinn Árnason
2. Eyþór Orri Árnason
3. Óskar Þór Þorsteinsson
4. Egill Ástráðsson



