spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSluppu með sigur úr Síkinu

Sluppu með sigur úr Síkinu

Keflavík lagði Tindastól í Síkinu í kvöld í 7. umferð Bónus deildar kvenna, 88-96.

Eftir leikinn er Keflavík með 4 sigra og 3 töp á meðan Tindastóll hefur unnið aðeins einn leik í fyrstu sjö umferðunum.

Gestirnir úr Keflavík byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og leiða með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta. Heimakonur ná þó að rétta hlut sinn í öðrum leikhlutanum og er munurinn aðeins þrjú stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 48-51.

Stólarnir ganga aðeins á lagið í upphafi seinni hálfleiksins og ná forystunni í fyrsta skipti um miðbygg þriðja fjórðungsins. Þá nær Keflavík aftur að setja fótinn á bensínið, snúa taflinu aftur sér í vil og eru átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þrátt fyrir álitleg áhlaup heimakvenna í þeim fjórða ná þær aldrei að gera leikinn almennilega spennandi og að lokum er það Keflavík sem fer með sigur af hólmi, 88-96.

Stigahæstar fyrir Keflavík í leiknum voru Sara Rún Hinriksdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir með 23 stig hvor.

Fyrir Stólana var stigahæst Madison Sutton með 31 stig og Marta Hermida bætti við 26 stigum.

Tölfræði leiks

Tindastóll: Madison Anne Sutton 31/20 fráköst/10 stoðsendingar, Marta Hermida 26/9 fráköst/6 stoðsendingar, Oceane Kounkou 12/4 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 11, Alejandra Quirante Martinez 5/4 fráköst, Brynja Líf Júlíusdóttir 3, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 0, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Emma Katrín Helgadóttir 0, Eva Run Dagsdottir 0.


Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 23, Sara Rún Hinriksdóttir 23/5 stoðsendingar, Keishana Washington 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 13/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 5/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Elva Björg Ragnarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -