Keflavík lagði Tindastól í Síkinu í kvöld í 7. umferð Bónus deildar kvenna, 88-96.
Eftir leikinn er Keflavík með 4 sigra og 3 töp á meðan Tindastóll hefur unnið aðeins einn leik í fyrstu sjö umferðunum.
Gestirnir úr Keflavík byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og leiða með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta. Heimakonur ná þó að rétta hlut sinn í öðrum leikhlutanum og er munurinn aðeins þrjú stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 48-51.
Stólarnir ganga aðeins á lagið í upphafi seinni hálfleiksins og ná forystunni í fyrsta skipti um miðbygg þriðja fjórðungsins. Þá nær Keflavík aftur að setja fótinn á bensínið, snúa taflinu aftur sér í vil og eru átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þrátt fyrir álitleg áhlaup heimakvenna í þeim fjórða ná þær aldrei að gera leikinn almennilega spennandi og að lokum er það Keflavík sem fer með sigur af hólmi, 88-96.
Stigahæstar fyrir Keflavík í leiknum voru Sara Rún Hinriksdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir með 23 stig hvor.
Fyrir Stólana var stigahæst Madison Sutton með 31 stig og Marta Hermida bætti við 26 stigum.
Tindastóll: Madison Anne Sutton 31/20 fráköst/10 stoðsendingar, Marta Hermida 26/9 fráköst/6 stoðsendingar, Oceane Kounkou 12/4 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 11, Alejandra Quirante Martinez 5/4 fráköst, Brynja Líf Júlíusdóttir 3, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 0, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Emma Katrín Helgadóttir 0, Eva Run Dagsdottir 0.
Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 23, Sara Rún Hinriksdóttir 23/5 stoðsendingar, Keishana Washington 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 13/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 5/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Elva Björg Ragnarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0.



