spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaDuglegur að mata liðsfélaga sína gegn Valencia

Duglegur að mata liðsfélaga sína gegn Valencia

Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos máttu þola tap gegn Valencia í ACB deildinni á Spáni í dag, 100-82.

Jón Axel lék mest allra sinna liðsfélaga í leiknum eða tæpar 35 mínútur, en á þeim skilaði hann 8 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Eftir leikinn eru Jón Axel og félagar í 15. sæti deildarinnar með aðeins einn sigur eftir fyrstu fimm leiki deildarinnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -