KR kjöldró nýliða ÍA á Meistaravöllum í kvöld í fimmtu umferð Bónus deildar karla, 109-75.
KR er eftir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með fjóra sigra líkt og Keflavík á meðan ÍA er í 7.-9. sætinu með tvo sigra líkt og Njarðvík og Valur.
Leikur kvöldsins var nokkuð jafn og spennandi á upphafsmínútunum og mátti varla milli sjá eftir fyrsta fjórðung þar sem heimamenn í KR voru þó tveimur stigum yfir.
Í öðrum leikhlutanum taka þeir svo á rás og bæta hægt en örugglega við forystu sína til loka leiks. Leiða með 14 stigum í hálfleik, 27 stigum eftir þrjá leikhluta og vinna að lokum með 34 stigum, 109-75.
Stigahæstir í jöfnu liði KR í leiknum voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 24 stig og Linards Jaunzems með 19 stig.
Fyrir ÍA voru stigahæstir Styrmir Jónasson og Gojko Zudzum með 17 stig hvor.
KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 24/8 fráköst/10 stoðsendingar, Linards Jaunzems 19/5 fráköst, Kenneth Jamar Doucet JR 17/8 fráköst, Aleksa Jugovic 15, Friðrik Anton Jónsson 7/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 6, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 5, Veigar Áki Hlynsson 5, Hallgrímur Árni Þrastarson 3, Lars Erik Bragason 2/5 fráköst, Lárus Grétar Ólafsson 0.
ÍA: Gojko Zudzum 17/14 fráköst, Styrmir Jónasson 17, Kristófer Már Gíslason 16/6 fráköst, Darnell Cowart 10/4 fráköst, Aron Elvar Dagsson 6/5 fráköst, Josip Barnjak 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Daði Már Alfreðsson 3, Ilija Dokovic Dokovic 2/6 stoðsendingar, Júlíus Duranona 0, Hjörtur Hrafnsson 0, Jóel Duranona 0, Marinó Ísak Dagsson 0.



