spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHver eru sterkustu lið fyrstu deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar?

Hver eru sterkustu lið fyrstu deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar?

Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.

Með Máté í þessum síðasta þætti eru Ármann Vilbergsson Grindvíkingur og fjölmiðlamaðurinn Tómas Steindórsson.

Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í fyrstu deild karla.

Meðal þess sem er til umræðu er kraftröðun fyrir deildina, en í henni eru Haukar taldir sterkasta liðið, Breiðablik þar á eftir og Fjölnir þeir þriðju sterkustu.

Sé litið á hinn enda töflunnar er Fylkir í neðsta sætinu, Þór Akureyri í 11. sætinu og Snæfell 10. sterkasta lið deildarinnar.

Kraftröðunina er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Fréttir
- Auglýsing -