Aga- og úrskurðarnefnd hefur ákveðið að sekta leikmann Fjölnis Fotios Lambropoulos um 40.000 kr. fyrir háttsemi sína í leik liðsins gegn Þór Akureyri þann 20. október síðastliðinn.
Úrskurð nefndarinnar má lesa hér fyrir neðan:
11/2025-2026
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal leikmaður Fjölnis, Fotios Lambropoulos, sæta sekt að fjárhæð 40.000 kr., vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis gegn Þór Akureyri, sem fram fór þann 20. október 2025.



