spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur sigur Vals í Laugardalnum

Öruggur sigur Vals í Laugardalnum

Valur lagði Ármann með 18 stigum í Laugardalshöllinni í kvöld í fimmtu umferð Bónus deildar kvenna 69-87.

Eftir leikinn eru Valskonur jafnar Grindavík að sigrum í efsta sæti deildarinnar með fjóra á meðan Ármann er með einn sigur.

Gestirnir úr Val höfðu góða stjórn á leiknum frá fyrstu mínútum. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 11 stigum og 17 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Segja má þær hafi svo gert útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins þar sem forysta þeirra fór mest í 29 stig. Í lokaleikhlutanum ná heimakonur þó aðeins að laga stöðuna, en aldrei þannig þær komist inn í leikinn. Niðurstaðan að lokum 18 stiga sigur Vals, 69-87.

Stigahæstar fyrir Ármann í leiknum voru Khiana Johnson með 15 stig og Nabaweeyah Ayomide Mcgill með 12 stig.

Fyrir Val var stigahæst Reshawna Stone með 25 stig og Alyssa Cerino bætti við 17 stigum.

Tölfræði leiks

Ásta Júlía – Valur
Jónína Þórdís – Ármann

Karl – Ármann

Jamil – Valur

Fréttir
- Auglýsing -