Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Nymburk frá Tékklandi í Meistaradeildinni í kvöld, 94-78.
Á rúmum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 14 stigum, 2 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.
Eftir að hafa tapað fyrsta leik riðlakeppninnar hafa Martin og félagar nú unnið tvo leiki í röð og eru því með tvo sigra og eitt tap það sem af er.



