Landsliðskonan Kolbrún María Ármannsdóttir og TK Hannover Luchse unnu stóran sigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 73-47.
Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum var Kolbrún María með 6 stig, 7 fráköst og stolinn bolta.
Kolbrún María og Hannover hafa farið afar vel af stað í deildarkeppninni, eru með fjóra sigra og aðeins eitt tap.



