Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 67-61.
Á tæpum 30 mínútum spiluðum í leiknum var Martin með 12 stig, 3 fráköst, 2 stoðsendingar og stolinn bolta.
Martin og Berlínarliðið eru um miðja deild eftir leik dagsins með tvo sigra og tvö töp það sem af er deildarkeppni.



