spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi framlagshæstur í sigri Bilbao

Tryggvi framlagshæstur í sigri Bilbao

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni í dag, 81-71.

Á rúmum 23 mínútum spiluðum í leiknum var Tryggvi með 9 stig, 10 fráköst, 2 stolna bolta og 4 varin skot, en hann var framlagshæstur í liði Bilbao í leiknum.

Eftir leikinn eru Bilbao í 7. til 11. sæti deildarinnar með tvo sigra og tvö töp það sem af er deildarkeppni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -