Keflvíkingar lögðu baráttuglaða nýliða Ármanns í kvöld í fjórðu umferð Bónus deildar karla, 94-107.
Keflvíkingar hafa því unnið þrjá leiki og tapað einum það sem af er móti á meðan Ármann leitar enn að sínum fyrsta sigri.
Karfan spjallaði við Steinar Kaldal þjálfara Ármanns eftir leik í Laugardalshöllinni.



