spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur náði í tvö stig eftir tvær framlengingar í Þorlákshöfn

Valur náði í tvö stig eftir tvær framlengingar í Þorlákshöfn

Valur hafði betur gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld í tvíframlengdum leik í fjórðu umferð Bónus deildar karla, 117-119.

Eftir leikinn er Valur með tvo sigra og tvö töp á meðan Þór hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum.

Það voru heimamenn í Þór sem voru með forystuna lengst af í leik kvöldsins. Valur nær þó að halda sér nálægt og ná góðu áhlaupi í þeim fjórða til að tryggja sér framlengingu.

Framlengirnar áttu eftir að vera tvær í leiknum og skiptust liðin í nokkur skipti á forystunni í þeim. Hvorugu liðinu tókst þó að stinga neitt af í þeim, en mest var forystan þrjú stig í báðar áttir. Undir lok annarrar framlengingarinnar var það þó Valur sem var körfu á undan og Þór náði ekki að jafna með lokasókn sinni, þrátt fyrir að leikmaður þeirra Lazar Lugic hafi fengið opið skot til þess af millifærinu til að gera það.

Niðurstaðan að lokum gífurlega sterkur útisigur Vals, sem geta hrósað happi að hafa nælt í stigin tvö.

Stigahæstir heimamanna í leiknum voru Jacoby Ross með 32 stig og Emil Karel Einarsson með 20 stig.

Fyrir Val var stigahæstur Kári Jónsson með 31 stig og Callum Lawson var honum næstur með 26 stig.

Tölfræði leiks

Þór Þ.: Jacoby Ross 32/9 fráköst/13 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 20/4 fráköst, Konstantinos Gontikas 17/10 fráköst/5 stoðsendingar, Lazar Lugic 16/8 fráköst, Rafail Lanaras 15/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 6, Ísak Júlíus Perdue 6, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Pálmi Geir Jónsson 2, Matthías Geir Gunnarsson 0, Arnór Daði Sigurbergsson 0, Baldur Böðvar Torfason 0.


Valur: Kári Jónsson 31/4 fráköst/10 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 26/7 fráköst, Frank Aron Booker 18/13 fráköst, Kristófer Acox 16/13 fráköst, LaDarien Dante Griffin 12/7 fráköst, Lazar Nikolic 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 4, Ástþór Atli Svalason 2, Karl Kristján Sigurðarson 0, Orri Már Svavarsson 0, Veigar Örn Svavarsson 0, Björn Kristjánsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -