Ármann tók á móti Keflavík í fjórðu umferð Bónusdeildar karla.
Ármann eru nýliðar eins og öllum er kunnugt og var spáð falli. Þeir eru stigalausir eftir þrjár umferðir en það hefur verið stígandi í leik liðsins engu að síður. Dibaji lék sinn fyrsta leik með Ármanni í síðustu umferð á móti val og lofaði góðu var með 34 stig 9 frk og 42 framlagspunkta.Þeir kynntu nýjan mann til leiks rétt fyrir leik. Hann Lagio sem lék með Grindavík á síðasta tímabili og er grunur um að Ármann vilji að hann hjálpi þeim í frákastabaráttunni.
Keflavík hefur hafið endurreisn eftir síðasta tímabil. Unnið 2 og tapað einum og eru að spila hörku vörn.
Jordan Williams er enn meiddur en nýr leikmaður þeirra Egor Koulechov er kominn með leikheimild og það er spennandi leikmaður.
Byrjunarlið
Ármann: Bragi, Dibaji, Love, Arnaldur, Dolezaj
Keflavík: Darryl, Jaka, Craig, Hilmar, Ólafur.
Leikur
Jafnræði er með liðunum lungan úr fyrsta leik hlutanum.
Arnaldur leikmaður Ármanns er að halda sínum mönnum inní leiknum með góðri skotnýtingu eða 9 stig og 13 framlag í fyrsta leikhluta. Það verða fleirri að taka þátt ef þetta á að ganga.
Keflavík er að fá framlag frá fleirum og þeir vinna þennan leikhluta með 5 stigum
Ármann 22-27 Keflavík.
Keflavík eru komnir 10 stigum yfir strax í upphafi og Ármann ná messt að minnka muninn niður í 7 stig. Arnaldur er stigalaus í þessum leikhluta hjá Ármann en Keflavík hefur lokað á hann nema að hann vilji ekki eyðileggja það að vera með 100% skotnýtingu því hann tók ekki eitt skot í þessum fjórðung. En sem betur fer er Lagio og Love vaknaðir en það er ekki nóg.
Miðað við villufjölda í hálfleiknum eru Keflvíkingar bara að gera eins mikið og þeir þurfa.
Hjá Keflavík er nýr leikmaður þeirra Egor komin með 12 stig og 12 framlagspunkta í fyrri hálfleik og lítur mjög vel út en augljóst að hann á meira inni.
Bæði lið með yfir 50% skotnýtingu.
Fyrri hálfleikur endar Ármann 48-57 Keflavík.
Tölfræði fyrri
Ármann: Lagio 10 stig Love 10 stig
Keflavík: Craig 14 stig 21 frl
Ármann nær að halda í við Keflavík fyrstu 5 mínútur leikhlutans en svo sígur Keflavík hægt og rólega fram úr. Daníel er ekki par sáttur með varnarleik sinna manna en það er ekki mikil ákefð varnarlega í leiknum í heild sinni og meira um klaufaleg mistök.
Craig leikmaður Keflavík er að eiga leik og er að taka hreyfingar sem minna á Hakeem Olajuwon undir körfunni og er stiga og framlagshæstur á vellinum.
Gestirnir þétta raðirnar nógu mikið til að halda Ármann í 17 stigum þennan leikhlutann.
Staðan er Ármann 65-83 Keflavík.
Ármann byrja á 11-4 á fyrstu tveimur mínútunum og minnka muninn. Þeir halda áfram að sína hjarta vel studdir og eru búnir að minnka þetta niður í 5 stig. Keflavík á erfitt með að setja stig á töfluna eða 9 á móti 22 frá Ármann. Þar til Hilmar setur þrist en hann hefur haft hægt um sig og skorar 7 stig í röð og munurinn komin í 10 stig aftur þá taka Ármenningar leikhlé þegar 3:16 lifa af leiknum. Til að skipuleggja loka atlögu að sigri.
Ármann sýndu góðan leik á köflum en Keflavík eru ógnar sterkir.
Keflavík vinnur þennan.
Ármann 94-107 Keflavík
Ármann tapaði frákastabaráttunni með miklum mun þrátt fyrir að vera búnir að bæta við nýjum manni inní teiginn. Ákefð er það sem Ármann þarf að sýna og vera örlítið agaðir í sókninni.
Hjá Keflavík lítur nýr leikmaður þeirra Egor vægast sagt vel út og tveir leikmenn með tvennu og líkur á að Keflavík hafi verið töluvert vanmetnir af helstu spámönnum deildarinnar.
Tölfræði
Ármann: Bragi 22 stig
Keflavík: Craig 27 stig 13 frk 36 frl. Jaka 14 stig 10 frk 20 frl. Egor 18 stig 13 frl
Hvað svo?
Ármann fer í Breiðholtið og mætir ÍR á meðan Keflavík fær Þór í heimsókn.



