spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTap fyrir gömlu félögunum

Tap fyrir gömlu félögunum

Elvar Már Friðriksson mátti þola tap gegn sínum gömlu félögum PAOK frá Grikklandi er hann og pólskir liðsfélagar hans í Anwil Wloclawek töpuðu með einu stigi í annarri umferð FIBA Europe Cup, 93-94.

Á tæpum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 11 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og stolnum bolta.

Elvar Már og félagar fara frekar hægt af stað í Evrópukeppninni þetta árið, en þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -