spot_img
HomeFréttirÞriggja stiga sigur Vals í N1 höllinni

Þriggja stiga sigur Vals í N1 höllinni

Valur hafði betur gegn Tindastóli í spennandi leik í N1 höllinni í Reykjavík í kvöld í lokaleik fjórðu umferðar Bónus deildar kvenna, 78-75.

Valskonur eru því í efri hluta deildarinnar með þrjá sigra og eitt tap á meðan Tindastóll er öllu neðar í töflunni með einn sigur og þrjú töp.

Þrátt fyrir að Valur hafi verið skrefinu á undan á upphafsmínútum leiks kvöldsins var Tindastóll aldrei langt undan. Munurinn eftir fyrsta fjórðung aðeins eitt stig, 24-23 og þegar í hálfleik var komið var forysta Vals enn sú sama, eitt stig, 38-37.

Í upphafi seinni hálfleiksins skiptast liðin svo áfram í nokkur skipti á forystunni og er leikurinn enn jafn og spennandi þegar þrír leikhlutar eru að baki, 54-54. Í honum nær Valur loksins áhlaupinu sem þær voru búnar að reyna við fyrstu þrjá leikhlutana og er forysta þeirra mest átta stig þegar um þrjár mínútur eru til leiksloka. Á lokamínútunum ná Stólar þó að halda leiknum spennandi, en Valur á í erfiðleikum með að skora í opnum leik og þurfa því að treysta á nýtingu sína af vítalínunni á lokamínútunum. Það gengur ágætlega hjá þeim, setja sex síðustu stig sín í leiknum af gjafalínunni og fara að lokum með nokkuð sterkan sex stiga sigur af hólmi, 78-75.

Stigahæstar fyrir Val í leiknum voru Alyssa Cerino með 24 stig og Reshawna Stone með 21 stig.

Fyrir Tindastól var stigahæst Marta Hermida með 30 stig og við það bætti Madison Sutton 26 stigum.

Tölfræði leiks

Valur: Alyssa Marie Cerino 24/8 fráköst, Reshawna Rosie Stone 21/9 fráköst/9 stoðsendingar, Sara Líf Boama 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/13 fráköst, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 5, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/4 fráköst, Berta María Þorkelsdóttir 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0, Fatima Rós Joof 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0.


Tindastóll: Marta Hermida 30/6 fráköst/5 stoðsendingar, Madison Anne Sutton 26/12 fráköst/11 stoðsendingar, Oceane Kounkou 8/4 fráköst, Emma Katrín Helgadóttir 4/6 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 3, Brynja Líf Júlíusdóttir 2, Alejandra Quirante Martinez 2/5 stoðsendingar, Eva Run Dagsdottir 0, Inga Sólveig Sigurðardóttir 0, Rannveig Guðmundsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -