spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÓvæntur sigur nýliða KR gegn toppliði Njarðvíkur

Óvæntur sigur nýliða KR gegn toppliði Njarðvíkur

KR hafði betur gegn Njarðvík á Meistaravöllum í kvöld í Bónus deild kvenna, 89-82.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með sex hvort eftir fyrstu fjórar umferðirnar, þrjá sigra og eitt tap.

Fyrri hálfleikur leiksins var jafn og spennandi og skiptust liðin í fjöldamörg skipti á naumri forystu. Þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru heimakonur þó körfu á undan, 46-44.

Í seinni hálfleiknum virðist KR vera með góð tök á leiknum. Fara mest 11 stigum yfir í þriðja leikhlutanum, en eru aðeins 4 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Njarðvík nær svo alveg að koma til baka, jafna leikinn og komast yfir á lokamínútunum, en ná ekki að fylgja því almennilega eftir út leikinn. Vörn KR heldur síðustu tæpu einu og hálfu mínútuna á meðan Molly Kaiser, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir innsigla sigurinn fyrir þær, 89-82.

Stigahæstar fyrir Njarðvík í leiknum voru Brittany Dinkins með 25 stig og Danielle Rodriguez með 21 stig.

Fyrir KR var stigahæst Molly Kaiser með 27 stig og Rebekka Rut Steingrímsdóttir bætti við 19 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -