Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap gegn Joventut í ACB deildinni á Spáni í dag, 101-69.
Á rúmum 17 mínútum spiluðum skilaði Tryggvi Snær 8 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og 2 vörðum skotum.
Eftir leikinn eru Tryggvi og félagar í 9. til 15. sæti deildarinnar með einn sigur og tvö töp eftir fyrstu þrjár umferðirnar.



