Sigurganga KR hélt áfram í Bónus deild karla er liðið lagði Þór á Meistaravöllum í kvöld í þriðju umferð deildarinnar, 95-75.
KR hefur því unnið fyrstu þrjá leiki deildarinnar á meðan Þór hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum.
Þó sigur KR hafi að lokum verið nokkuð öruggur var lítið sem gaf þess fyrirheit í fyrri hálfleiknum. Fyrsti og annar leikhluti leiksins voru jafnir og spennandi, en mest var forysta Þórs átta stig um tíma í öðrum. Þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik munaði þó fimm stigum á liðunum, heimamönnum í vil, 44-39.
Með sterkum 27-17 þriðja leikhluta má segja að KR hafi náð að leggja grunninn að þessum glæsilega sigri. Forskot þeirra komið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann, en í honum náði Þór sér aldrei á strik. Niðurstaðan að lokum því gífurlega sterkur þriðji sigur Vesturbæjarliðsins, 95-75.
KR: Linards Jaunzems 27/7 fráköst, Kenneth Jamar Doucet JR 22/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Friðrik Anton Jónsson 8/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 5, Aleksa Jugovic 4, Veigar Áki Hlynsson 3, Lars Erik Bragason 2, Lárus Grétar Ólafsson 2, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Orri Hilmarsson 0.
Þór Þ.: Rafail Lanaras 16/10 fráköst, Lazar Lugic 14/9 fráköst, Jacoby Ross 13/7 fráköst, Konstantinos Gontikas 11/5 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 11/4 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 6, Emil Karel Einarsson 2, Baldur Böðvar Torfason 2, Kolbeinn Óli Lárusson 0, Arnór Daði Sigurbergsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.



