Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Ármann Vilbergsson Grindvíkingur og harðasti stuðningsmaður Álftaness Gunnar Bjartur Huginsson.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir hvaða þjálfarar eru undir mestri pressu á tímabilinu í Bónus deild karla. Listann er hægt að sjá hér fyrir neðan, en meðal þeirra er þjálfari Grindavíkur Jóhann Þór Ólafsson, sem unnið hefur fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu.
Reyndar hafa fjórir af þeim fimm sem nefndir eru unnið leiki sína í fyrstu tveimur umferðunum. Sá eini sem ekki hefur unnið þá báða er nýr þjálfari Keflavíkur Daníel Guðni Guðmundsson, sem unnið hefur einn og tapað einum.




