Hamar/Þór tók á móti Val í þriðju umferð bónus deildar kvenna í Frystikistunni í Hveragerði.
Hamar/Þór sem er með mikið endurnýjað lið frá síðustu leiktíð. En þær féllu, en fengu að halda sæti sínu þar sem Þór Akureyri dró sitt lið úr keppni í efstu deild. Eftir gott gengi á undirbúningstímabilinu hafa þær tapað báðum sínum viðureignum sínum í bónus deildinni. Fyrst heima á móti Grindavík og svo úti á móti Keflavík. Þær hafa tapað frákasta baráttunni í þeim leikjum en ætla væntanlega að bæta það og ætla að sækja sinn fyrsta sigur á mótinu á móti Val í kvöld.
Valur vann Keflavík í fyrsta leik en töpuðu naumt á móti Njarðvík í annarri umferð.
Eftir að hafa endað í 5 sæti í fyrra þá héldu þær sínum helstu hestum og hafa bætt í hópin. Endursamið var við Jamil og Margréti auk þess var samið við Cerino og Dagbjörtu að ótaldri varnarmanni ársins Söru Líf. Að auki bættu þær við Reshawna Stone sem er mikill stigaskorari.
Valur hafði betur á síðustu leiktíð 83-89 í Þorlákshöfn.
Byrjunarlið
Hamar/Þór: Jadakiss, Ellen, Jovana, Mariana, Jóhanna
Valur: Þóranna, Alyssa, Dagbjört, Ásta, Rosie.
Gangur leiks
Hamar/Þór byrjar á að ná fjögurra stiga forystu en Valskonur eru búnar að jafna og komast yfir þegar leikhlutinn endar H/Þ 15-21 Valur. H/Þ var að frákasta betur en á móti töpuðu þær 7 boltum og hittu 0/5 í þriggja á meðan Valskonur settu 3/7 þriggja. H/Þ 31% Valur 43%.
Sömu sögu var að segja um annan leikhlutann, aftur töpuðu Hamar/Þór 7 boltum og hittu illa fyrir utan eða 1/3 á meðan Valskonur gengu eins og þokkalega smurð vél og voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum liðsins. Aftur á móti var Jada komin með 20 stig og 10 fráköst í fyrri hálfleik sem endaði Hamar/Þór 37-47.
Einhvað hefur Hákon náð til þeirra í hálfleik því H/Þ unnu þriðja leikhluta 21-16 og sýndu miklu betri leik og eftir að hafa tapað 14 boltum í fyrri hálfleik þá voru þeir bara þrír í þeim leikhluta og skotnýtingin orðin betri.
Í fjórða leikhluta hefur verið farið um einhverja Valsmenn en Hamar/Þór sýndi þvílíkan karakter og voru nálægt því að hreinlega stela leiknum. Því var að þakka stórleik frá Jadakiss sem var með trölla tvennu 37 stig og 13 fráköst sem gera 40 framlagspunkta. En eins og segir í kvæðinu „engin má við margnum“ og vel mannað lið Vals lokaði leiknum H/Þ 83-88 Valur.
Atkvæðamestar
Hamar/Þór: Jadakiss 37 stig 13 frk 40 frl. Jovana 14 stig 20 frl
Valur: Þórunn 23 stig 31 frl. Ásta 12 stig 10 frk og 23 frl
Hvað svo
Hamar/Þór fær nýliða Ármanns í heimsókn í Þorlákshöfn, þriðjudaginn 21 október á meðan Valur fær Tindastól í heimsókn þann 22 október.



