spot_img
HomeÚti í heimiEvrópukeppniEvrópuleikur í kvöld

Evrópuleikur í kvöld

Í kvöld verður spilaður fyrsti heimaleikur Tindastóls í ENBL deildinni. Tindastóll tekur á móti Gimle frá Noregi og hefst leikurinn klukkan 19:15

Miðasalan fer fram á Stubb og vakin er athygli á því að frítt er inn fyrir grunnskólanema.

Tindastóll hefur nú þegar spilað einn leik í ENBL deildinni gegn Slovan Bratislava þar sem þeir unnu frækinn 24 stiga sigur 80-56 í Slovakíu.

Við hvetjum að sjáfsögðu alla til að mæta í Síkið og styðja Íslenskan körfubolta.

Fyrir þá sem komst ekki er leikurinn sýndur á TindastóllTv.



Fréttir
- Auglýsing -