Þór Akureyri hefur samið við Týr Óskar Pratikson fyrir yfirstandandi átök í fyrstu deild karla.
Týr er 20 ára og að upplagi úr Stjörnunni, hefur ekki leikið síðan 2021-22, en hann var á sínum tíma í yngri landsliðum Íslands. Hann hefur þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir Þór í fyrstu deildinni, rúmar 10 mínútur í tapi liðsins gegn Sindra nú fyrir helgina.



