spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi hafði betur í íslendingaslagnum á Spáni

Tryggvi hafði betur í íslendingaslagnum á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao höfðu betur gegn Jóni Axeli Guðmundssyni og nýliðum San Pablo Burgos í ACB deildinni á Spáni í dag, 95-85.

Tryggvi Snær lék tæpar 20 mínútur í leiknum og var með 6 stig, 7 fráköst og 5 varin skot á meðan Jón Axel lék hins vegar ekki fyrir Burgos í dag þar sem hann er enn frá keppni vegna meiðsla sem hann varð í fyrstu umferð deildarinnar.

Liðin eru jöfn að sigrum eftir fyrstu tvo leikina með einn hvor í 7. til 12. sæti deildarinnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -