spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaIðnaðarsigur Stjörnunnar gegn Val

Iðnaðarsigur Stjörnunnar gegn Val

Stjarnan fékk Valsmenn í heimsókn í annarri umferð Bónusdeild Karla en fyrir leikinn höfðu bæði liðin tapa sínum fyrsta leik í deildinni.

Valsmenn byrjuðu mun betur en snemma í 4. leikhluta tóku heimamenn öll völd og leiddu í hálfleik. Valsmenn voru hinsvegar ekki hættir og komu sér aftur inn í leikinn með frábæru áhlaupi og gerðu loka metrana spennandi og voru ekki langt frá því að stela sigrinum. 

Það var hinsvegar stórt sóknarfrákast frá Orra Gunnarssyni sem leiddi til þess að Luka Gasic fór á línuna og kláraði leikinn, 94-91.

Stigahæstir fyrir Stjörnuna í leiknum voru Luka Gasic með 25 stig og Pablo Bertone bætti við 19 stigum af bekknum.

Í liði Vals voru stigahæstir Kári Jónsson með 20 stig og Lazar Nikolic með 19 stig.

Tölfræði leiks

Stjarnan: Luka Gasic 25/7 fráköst, Pablo Cesar Bertone 19, Giannis Agravanis 17/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/9 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 9/10 fráköst/4 varin skot, Bjarni Guðmann Jónson 6/6 fráköst, Jakob Kári Leifsson 3, Kormákur Nói Jack 0, Aron Kristian Jónasson 0, Atli Hrafn Hjartarson 0, Björn Skúli Birnisson 0, Daníel Geir Snorrason 0.


Valur: Kári Jónsson 20/6 fráköst, Lazar Nikolic 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 15/13 fráköst, Callum Reese Lawson 13, Ástþór Atli Svalason 8, Frank Aron Booker 8/10 fráköst, LaDarien Dante Griffin 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Karl Kristján Sigurðarson 2, Veigar Örn Svavarsson 0, Orri Már Svavarsson 0, Oliver Thor Collington 0.

Fréttir
- Auglýsing -