Hafnfirðingurinn Ágúst Goði Kjartansson hefur samið við stórlið Bayern Munchen í Þýskalandi.
Ágúst Goði sem er 21 árs fer til Þýskalands frá uppeldisfélagi sínu Haukum í Hafnarfirði, en hann hefur áður leikið fyrir félög í Þýskalandi, með Paderborn frá 2021 til 2023 og síðast liði Black Panthers Schwenningen á þar síðustu leiktíð. Þá hefur hann einnig verið burðarás íslenskra yngri landsliða á síðustu árum, en á síðasta ári var hann fyrirliði undir 20 ára liðs Íslands á Norðurlanda- og Evrópumóti.



