Hilmar Smári Henningsson og félagar í Jonava gerðu sér lítið fyrir og lögðu Siauliai í bikarkeppninni í Litháen, 88-80.
Hilmar lék 22 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 12 stigum, frákasti og 3 stoðsendingum.
Sigurinn var nokkuð kærkominn fyrir Hilmar Smára og félaga sem hafa byrjað deildarkeppnina í Litháen á fjórum tapleikjum, en einn þeirra var einmitt gegn Siauliai þann 27. september síðastliðinn.



