Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Bónus deildinni hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins samkvæmt tilkynningu danska sambandsins.
Lárus fetar þar í fótspor Arnars Guðjónssonar núverandi þjálfara Tindastóls, sem á árunum 2022 til 2024 var aðstoðarþjálfari Danmerkur samhliða því að þjálfa lið Stjörnunnar.
Lárus er gífurlega reynslumikill þjálfari sem meðal annars hefur þjálfað Þór Akureyri og Þór í efstu deild, ásamt því að hafa í áraraðir verið þjálfari yngri landsliða Íslands.



