Fyrsta deild karla rúllar af stað í kvöld með tveimur leikjum.
Höttur tekur á móti Skallagrím á Egilsstöðum og í Stykkishólmi mæta heimamenn í Snæfell nýliðum Fylkis.
Í síðasta þætti af Run and Gun með Máté Dalmay er fer stjórnandinn Máté Dalmay yfir spá fyrir fyrstu deild karla með þeim Steinari Aronssyni stuðningsmanni Vals og Gunnari Bjarti Huginssyni stuðningsmanni Álftaness.
Líkt og sjá má hér fyrir neðan er spáin þannig að Höttur komi beint aftur upp í Bónus deildina og að baráttan muni að mestu standa á milli þeirra og granna þeirra fyrir austan úr Sindra.
Hér fyrir neðan má sjá spá Run and Gun fyrir fyrstu deild karla, sem og má hlusta á þáttinn hér og horfa á hann hér fyrir neðan.




