spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÞekkt nafn til liðs við KR

Þekkt nafn til liðs við KR

KR hefur samið við Eve Braslis fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.

Eve er 25 ára 185 cm framherji sem kemur í Vesturbæinn frá liði Melbourne í Ástralíu, en áður hefur hún einnig leikið fyrir félög í Finnlandi og á Íslandi, en hún ætti að vera íslenskum körfuknattleiksaðdáendum kunn þar sem hún lék fyrir Grindavík tímabilið 2023-24 og skilaði 19 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -