spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavíkurkonur komnar á blað í Bónus deildinni

Keflavíkurkonur komnar á blað í Bónus deildinni

Keflavík hafði betur gegn Hamri/Þór í Blue höllinni í kvöld, í annarri umferð Bónus deildar kvenna, 102-89.

Keflvíkingar eru því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan Hamar/Þór hefur tapað báðum leikjum sínum.

Að undanskildum fyrstu mínútum leiksins leiddi Keflavík leik kvöldsins frá upphafi til enda. Með átta stigum eftir fyrsta leikhluta og því náðu þær að halda til loka fyrri hálfleiks, 51-43. Gestirnir frá Hveragerði/Þorlákshöfn náðu að halda þessu í leik vel inn í seinni hálfleikinn og var munurinn fyrir lokaleikhlutann aðeins 11 stig. Í honum ná heimakonur að halda forystu sinni á milli 10-20 stig allan tímann og vinna að lokum með 13 stigum, 102-89.

Stigahæstar heimakvenna í leiknum voru Thelma Dís Ágústsdóttir með 29 stig og Sara Rún Hinriksdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir voru með 26 stig hvor.

Fyrir Hamar/Þór var stigahæst Mariana Duran með 22 stig, en næst henni var Jadakiss Nashi Guinn með 19 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -