spot_img
HomeBikarkeppniÞetta eru liðin sem mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla

Þetta eru liðin sem mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla

Í hádeginu í dag var dregið í 32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla.

VÍS bikarvikan fer fram í Smáranum 3.-8. febrúar 2026, en leikir 32 liða úrslita skulu fara fram 19.-20. október næstkomandi að viðureign Tindastóls gegn Hetti á Egilsstöðum undanskildri, en hún mun fara fram 26.-27. október vegna leiks Tindastóls í ENBL deildinni.

VÍS BIKAR KARLA

Laugdælir – Ármann

KR b – Valur

Fjölnir – Þór Ak.

Fylkir – KR

Keflavík – Þór Þ.

Álftanes – Njarðvík

Skallagrímur – Breiðablik

Höttur – Tindastóll

Sindri – ÍR

Hamar – Selfoss

KV, Stjarnan, Haukar, Snæfell, ÍA og Grindavík sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.

VÍS BIKAR KVENNA

Alls eru 16 lið skráð til leiks og verður því ekki leikið í 32 liða úrslitum.

Aþena, Ármann, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Selfoss, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak. verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.

Fréttir
- Auglýsing -