Einn leikur var á dagskrá fyrstu deildar kvenna í dag.
Nýstofnað lið KV tók á móti Snæfell á Meistaravöllum.
Var leikurinn nokkuð kaflaskiptur, þar sem Snæfell leiddi lengst af í fyrri hálfleiknum, mest með 14 stigum, en KV sneri taflinu sér í vil í þeim seinni og leiddu mest með 6 stigum.
Leikar voru nokkuð spennandi á lokamínútunum, en KV var tveimur stigum yfir eftir körfu frá Elfu Falsdóttur þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 62-60. Á þessum lokamínútum leiksins gerði KV svo ágætlega að skapa sér góð skot, en það var eins og boltinn vildi ekki niður hjá þeim. Karfa Elfu reyndist vera síðasta karfa þeirra í leiknum, en með þrist frá Öddu Sigríði Ámundadóttur og víti frá Rebekku Rán Karlsdóttur náði Snæfell að knýja fram sigur, 62-64.
Stigahæstar fyrir KV í leiknum voru Kristrún Edda Kjartansdóttir með 14 stig og Helena Haraldsdóttir með 11 stig. Fyrir Snæfell voru Anna Soffía Lárusdóttir og Valdís Helga Alexandersdóttir með 22 stig hvor.
KV: Kristrún Edda Kjartansdóttir 14/7 fráköst, Helena Haraldsdottir 11/6 fráköst, Kaja Gunnarsdóttir 8, Arndís Úlla B. Árdal 6, Gunnhildur Bára Atladóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Bjarkadóttir 5/5 fráköst, Ingunn Erla Bjarnadóttir 5/7 fráköst, Elfa Falsdottir 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Camilla Silfá Diemer Jensdóttir 2, Katrín Eva Óladóttir 0, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir 0.
Snæfell: Anna Soffía Lárusdóttir 22/12 fráköst, Valdís Helga Alexandersdóttir 22/8 fráköst/6 stolnir, Adda Sigríður Ásmundsdóttir 10/6 fráköst, Natalía Mist Þráinsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/7 stoðsendingar, Díana Björg Guðmundsdóttir 1/5 fráköst, Katrín Mjöll Magnúsdóttir 0, Alfa Magdalena Frost 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0, Thelma Hinriksdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.



