spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHársbreidd frá sigri í fyrsta leik félagsins

Hársbreidd frá sigri í fyrsta leik félagsins

Einn leikur var á dagskrá fyrstu deildar kvenna í dag.

Nýstofnað lið KV tók á móti Snæfell á Meistaravöllum.

Var leikurinn nokkuð kaflaskiptur, þar sem Snæfell leiddi lengst af í fyrri hálfleiknum, mest með 14 stigum, en KV sneri taflinu sér í vil í þeim seinni og leiddu mest með 6 stigum.

Leikar voru nokkuð spennandi á lokamínútunum, en KV var tveimur stigum yfir eftir körfu frá Elfu Falsdóttur þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 62-60. Á þessum lokamínútum leiksins gerði KV svo ágætlega að skapa sér góð skot, en það var eins og boltinn vildi ekki niður hjá þeim. Karfa Elfu reyndist vera síðasta karfa þeirra í leiknum, en með þrist frá Öddu Sigríði Ámundadóttur og víti frá Rebekku Rán Karlsdóttur náði Snæfell að knýja fram sigur, 62-64.

Stigahæstar fyrir KV í leiknum voru Kristrún Edda Kjartansdóttir með 14 stig og Helena Haraldsdóttir með 11 stig. Fyrir Snæfell voru Anna Soffía Lárusdóttir og Valdís Helga Alexandersdóttir með 22 stig hvor.

Hérna er staðan í deildinni

Tölfræði leiks

KV: Kristrún Edda Kjartansdóttir 14/7 fráköst, Helena Haraldsdottir 11/6 fráköst, Kaja Gunnarsdóttir 8, Arndís Úlla B. Árdal 6, Gunnhildur Bára Atladóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Bjarkadóttir 5/5 fráköst, Ingunn Erla Bjarnadóttir 5/7 fráköst, Elfa Falsdottir 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Camilla Silfá Diemer Jensdóttir 2, Katrín Eva Óladóttir 0, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir 0.


Snæfell: Anna Soffía Lárusdóttir 22/12 fráköst, Valdís Helga Alexandersdóttir 22/8 fráköst/6 stolnir, Adda Sigríður Ásmundsdóttir 10/6 fráköst, Natalía Mist Þráinsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/7 stoðsendingar, Díana Björg Guðmundsdóttir 1/5 fráköst, Katrín Mjöll Magnúsdóttir 0, Alfa Magdalena Frost 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0, Thelma Hinriksdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -